A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Blátt áfram fćrir vestfirskum sveitafélögum viđurkenning 27. apríl nk.

Sveitarfélög á Vestfjörðum náðu því frábæra markiði að vera fyrst á landinu til að ná þeim áfanga að fræða 5% allra þeirra sem starfa með börnum og unglingum í byggðarlaginu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Var það liður í vitundarvakningu Blátt áfram samtakanna. Sveitarfélögin sem hér um ræðir eru Bolungarvík, Hólmavík, Súðavík og Ísafjarðarbær.  Blátt áfram samtökin eru gríðarlega ánægð með þennan árangur:
„Fyrst til að ná þessu marki voru sveitarfélög á Vestfjörðum. Nú er komið fordæmi um hugrekki og kjark fullorðinna sem vilja vera betur í stakk búin til að vernda börnin okkar. Starfskonur Sólstafa Vestfjarða tóku að sér af fullum krafti að annast fræðsluna á Vestfjörðum. Þær fengu styrki frá sveitarfélögum og fyrirtækjum á Vestfjörðum en einnig frá dóms- og kirkjumála-, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti.“, segir í tilkynningu frá Blátt áfram. 

Á hálfu ári hafa tæplega 300 starfsfólk stofnana sem starfa með börnum á Vestfjörðum setið námskeið á vegum samtakanna. „Ótrúleg frammistaða hjá metnaðarfullum og hugrökkum konum sem sáu árangur og mikilvægi fræðslunnar í námskeiðinu „Verndarar barna“. Starfskonur Stólstafa hafa með þessu sannað að þetta er hægt og það á ekki lengri tíma“, segir í tilkynningu Blátt áfram. 

Meðal þeirra sem setið hafa námskeiðið ,,Verndarar barna“, eru: Starfsfólk grunnskólans í Bolungarvík, starfsfólk leikskólans í Bolungarvík, starfsfólk grunnskólans á Ísafirði, starfsfólk leikskólans á Hólmavík, starfsfólk grunnskólans á Hólmavík, starfsfólk grunnskólans á Þingeyri, starfsfólk leikskólans á Þingeyri, starfsmenn tveggja leikskóla á Ísafirði, starfsfólk skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, 31 starfsmaður Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum, tólf lögreglumenn í lögreglunni á Vestfjörðum, Hluti af starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði, meðlimir í Zontaklúbbnum Fjörgin, aðstandendur og þátttakendur í keppninni Óbeisluð fegurð og hluti félaga úr sjúkraliðafélagi Vestfjarða. 

Sigríður Björnsdóttir formaður samtakanna Blátt áfram verður á Vestfjörðum á mánudaginn nk. 27. apríl og verður hún með fyrirlestur fyrir foreldra og aðra um kvöldið kl. 20 í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Fyrirlesturinn  fjallar um hvernig megi fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum.
Hún mun einnig við þetta tækifæri afhenda sveitarfélögunum viðurkenningu fyrir samstarfsvilja og hugrekki og  fyrir að vera fyrst á landinu til að ná þeim áfanga að fræða 5% allra þeirra sem starfa með börnum og unglingum í byggðarlaginu.
Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón