A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Látum ekki deigan síga

Námskeiðið Verndarar barna hefur afar hlotið góðar viðtökur hér vestra. Búið er að halda nokkur námskeið fyrir Ísafjarðarbæ, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra og fleiri. Einnig er búið að skipuleggja nokkur námskeið í viðbót á Ísafirði, í Bolungarvík og á Flateyri og verið er að setja niður dagsetningar fyrir Vesturbyggð,Tálknafjarðahrepp, Reykhólahrepp, Kaldrananeshrepp og Hólmavík.  

Gaman er að segja frá því líka að það er sífellt að aukast að við séum beðnar um fyrirlestra um starfsemi Sólstafa og um námskeiðið. T.d. höfum við haldið fyrirlestra fyrir Samband Vestfiskra kvenna sem er svæðafélag vestfiskra kvenfélaga, Vesturafl og  mömmumorgna á Ísafirði. Eftir fyrirlesturinn hjá SVK hafa kvenfélög hér í kring verið dugleg við að hafa samband og biðja um fræðslu. Framundan eru fyrirlestrar fyrir kvenfélagið Hlíf á Ísafirði og kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal.  

Þrátt fyrir erfitt efnahagslegt ástand láta Sólstafir Vestfjarða ekki deigan síga. Sveitarfélögin sem þegar hafa samþykk að senda alla sína starfsmenn á þetta mikilvæga námskeið hafa ekki látið neinn bilbug í ljós, þvert á móti. Með því sýna þau að verndun barnanna okkar er mikilvæg, ekki síst á erfiðum tímum því það er því miður staðreynd að þegar efnahagsástandið er ekki gott þá eykst ofbeldi af öllu tagi í þjóðfélaginu.  

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur ákveðið að styrkja Sólstafi um 200.000 kr. til þess að halda námskeiðið fyrir lögreglumenn á Vestfjörðum. Einnig hefur heilbrigðisráðuneytið veitt okkurstyrk upp á 100.000 kr til þess að fræða starfsmenn heilbrigðisgeirans hérvestra. Kvenfélagið Von á Þingeyri styrkti okkur um 20 þús kr nýverið. Við erum því bjartsýnar á að markmið okkar um að fræða alla starfsmenn sem vinna með börnum á Vestfjörðum náist.  

Í þessu árferði er þetta afar jákvætt og erum við mjög þakklátar,sérstaklega  þar sem við höfum átt erfitt uppdráttar að undanförnu.Sólstafir höfðu ávaxtað nánast allt sitt fé í peningamarkaðssjóðum en því miður tapað stórum hluta af því eins og svo margir aðrir. Sem betur fer vinnum við nánast allt sem sjálfboðaliðar og getum við lagt það fé sem við eigum í þetta verkefni ásamt því að halda áfram með einkaviðtöl og fræðslu.

Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón