A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Mögnuš samstaša

Sólstafir leituðu í ágústmánuði sl. til allra sveitafélaga á Vestfjörðum um samtarf við að senda alla starfsmenn sem vinna með börnum á námskeiðið Verndarar barna. Við höfum vægast sagt fengið frábærar viðtökur. Af þeim tíu sveitarfélögum á Vestfjörðum hafa átta svarað. Öll á þann veg að sveitarstjórninar hafa ákveðið að taka þátt í þessu með okkur. Allir eru að leggjast á eitt til að gera þennan draum að veruleika!Þessi átta sveitarfélög eru Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Reykhólahreppur og Bolungarvík. Aðeins Árneshreppur og Bæjarhreppur eiga eftir að svara en við vonumst eftir jákvæðum viðbrögðum. 

Auk þessa hefur Svæðisskrifstofa fatlaðra á Vestfjörðum pantað námskeið fyrir sína starfsmenn sem eru um 60 talsins. Búið er að halda tvö námskeið fyrir þau, samtals 15 manns og næsta námskeið verður á nk. þriðjudag 7. okt. Þátttakendur þar verða 20 talsins og verðum við því búnar að fræða rúmlega helming starfsmannanna. 
 
Að auki höfum við bókað eftirfarandi námskeið í október og nóvember:

22. okt kl 19 þátttakendur og aðstandendur Óbeislaðrar fegurðar
24. okt kl 9 Skóla og fjölskylduskrifstofa.
27. okt kl 15:10 Grunnskólinn á Ísafirði
29. okt kl 9 og 13, Grunnskólinn á Ísafirði
30. okt kl 19 OPIÐ NÁMSKEIÐ. HÆGT ER AÐ SKRÁ SIG Í SÍMA 846 8846. Einnig er hægt að send tölvupóst á harpao@solstafir.is, harpas@solstafir.is, lisbethardar@simnet.is. Gjald kr. 9.000 pr. þátttakanda.
10. nóv kl 15:10, Grunnskólinn á Ísafirði
17. nóv kl 13, allir starfsmenn sem vinna með börnum á Flateyri,
24. nóv kl 15:10, Grunnskólinn á Ísafirði  

Vert er að benda á það að eftir að við byrjuðum að halda þessi námskeið hefur aðsókn í Sólstafi aukist. Og við höfum aðeins frætt um 35 manns. Við getum því rétt ímyndað okkur hvernig viðbrögðin verða þegar við höfum frætt um 500 manns á Vestfjörðum! Þetta styrkir einnig þá trú okkar að við erum að vinna bráðnauðsynlega vinnu sem á bara eftir að magnast.
 Vestfirðingar, tökum höndum saman og verndum börnin okkar. Okkar er ábyrgðin!
Eldri fréttir
Į döfinni Tenglar
Vefumsjón