A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Nżr verkefnastyrkur

Sólstafir eru samstarfsaðilar í verkefninu "Norrænt - Baltneskt samstarf um að skapa námsleið fyrir leiðbeinendur sem vinna með gerendum heimilisofbeldis og konum og börnum sem þjáðst hafa sökum ofbeldis"(06/2016 - 05/2018).

Það er fjármagnað af Nordplus verkefnasjóðnum og er helsta markmið þess er gera samantekt af úrræðum fyrir gerendur og þolendur heimilisofbeldis. Markhópur: fræðslu og menntastofnanir, félög og stofnanir frá Litháen, Íslandi, Noregi og Svíþjóð sem vinna að endurmenntun.

Við framkvæmd verkefnisins munu þáttakendur deila reynslu sinni og þekkingu á meðan á þjálfuninni stendur, þróa handbók sem lýsir árangursríkum aðferðum og meðferðum sem nýst gætu sem úrræði fyrir gerendur, þolendur og þá sem starfa innan málaflokks ofbeldis í hverju landi fyrir sig.


Verkáætlun

1.3 Alþjóðlegir fundir með fræðslu þar sem þátttakendur skiptast á reynslu og þekkingu.

2.12 Námskeið þar sem kallaðir verða til fagaðilar og þeir sem starfa innan málaflokksins. Fyrir þeim munu verða kynntar aðferðirnar og leiðirnar sem teknar voru til greina á vinnufundum þáttakenda. .

3.“Færustu leiðirnar” (e. Best Practice Handbook) - handbók um starf, lausnir og úrræði hvað heimilis- og kynbundið ofbeldi varðar.

4. Fullunnin fyrirlestra og fræsluröð fyrir þá sem vinna með beinum hætti með gerendum og þolendum heimilisofbeldis.

 
Ofbeldi í nánum samböndum er til staðar í öllum samfélögum og er ríkjandi ógn innan hverskonar menningar og eða landa í heiminum. Mannréttindaskrifstofa Evrópusambandsins gerði könnun meðal 28 ESB landa árið 2014 sem sýndi að 32% sænskra kvenna, 15 ára eða eldri höfðu upplifað ára eða eldri líkamlegt og eða kynferðislegt ofbeldi eða ógnun af hendi maka. Sambærileg könnun, gerð af Háskóla Íslands fyrir Félagsmálaráðuneytið árið 2010 áætlar að 22% íslenskra kvenna hafi verið beittar ofbeldi í nánu sambandi eftir 18 ára aldur. Í Litháen leiða sambærilegar kannanir í ljós að 63,3 % litháískra kvenna hafi mátt þola ofbeldi af hálfu maka eftir 16 ára aldur. Norrænu löndin eiga margt sameiginlegt í þessum efnum og horfa fram á sambærilegar áskoranir í að leysa vandann. Í nútímasamfélagi er rót vandans enn sú að ekki er nema hluti framinna brota tilkynntur til lögreglu, og konur lifa við ógnandi aðstæður andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis innan veggja heimilisins og karlar halda áfram þessari eyðileggjandi hegðun. Í flestum ríkjum ESB er heimilisofbeldi álitið sem einkamál þess sem það eiga og þar geti lög og regla sáralitlu breitt. Til að mynda var það ekki fyrr en árið 1991 sem kynbundið ofbeldi gegn konum var sett í flokk mannréttindabrota.

Heimasíða verkefnisins: http://domesticviolence.zispb.lt/is/
Eldri fréttir
Į döfinni Tenglar
Vefumsjón