A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Starfsemin

Við Sólstafi starfa nú þegar tvær starfskonur sem sinna einkaviðtölum og fræðslu. Við erum ánægðar með að geta sagt frá því að næsta haust mun sú þriðja bætast við og kemur hún til með að leiða sjálfshjálparhópa að fyrirmynd Stígamóta. Hópastarfið verður auglýst nánar þegar nær dregur.

 

Fjármögnun samtakanna hefur verið frá upphafi í formi styrkja og sá stærsti frá Velferðarráðuneytinu en hann verður nýttur í starfið framundan. Í desember síðastliðnum fengu Sólstafir styrk frá Orkuvirki ehf. ásamt sex öðrum félögum á Vestfjörðum. Við fengum alls 250 þúsund krónur og viljum nota tækifærið og þakka Orkuvirki kærlega fyrir góðan stuðning.

Eldri fréttir
Į döfinni Tenglar
Vefumsjón