A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Afleišingar sifjaspella

Án tillits til þess hversu lengi sifjaspellin standa, hve gamlar stúlkur eru þegar þau hefjast, hvort beitt er líkamlegu ofbeldi samfara þeim og hvort ofbeldismaðurinn nauðgar þeim eða heldur sig við þukl og káf, lýsa konur, sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, tilfinningum sínum þannig, að þeim hafi fundist þær vera hjálparvana, valdalausar, hræddar og að þær gætu engum treyst. Þær lýsa einnig miklum breytingum á sjálfsmynd. Eftir að sifjaspellin hefjast verða ráðandi tilfinningar sjálfsfyrirlitning, sekt, skömm, sjálfsásökun og að þær séu öðruvísi en aðrir. Tilfinningar eins og þessar eru ekki aðeins ráðandi meðan ofbeldið stendur yfir, þær fylgja konum fram á fullorðinsár, verða hluti af sjálfsmynd þeirra og hafa áhrif á tengsl þeirra við annað fólk og allt þeirra líf.

Allt þetta tilfinningaumrót hjá stúlkum tengist síðan hugmyndum um að þær beri ábyrgð á því sem gerðist. Þær ásaka sig fyrir að hafa ekki getað komið í veg fyrir sifjaspellin. Sjálfsásökunin verður enn sterkari ef þær hafa tekið við gjöfum eða fundið fyrir kynferðislegri örvun af sifjaspellum. Það, að geta ekki stjórnað líkamlegum viðbrögðum, eykur sektarkenndina
Hvað getur skýrt það að börn taka á sig sökina og ábyrgðina á sifjaspellum? Trúlega er skýringana að leita í valda- og réttleysi barna. Eina leið barna til að skýra fyrir sjálfum sér það vonda og hræðilega, sem sifjaspellin hafa í för með sér, er að leita skýringana í eigin hegðun eða að þau séu gölluð, vond, að sifjaspellin séu einhverskonar refsing, sem þau eigi skilið. Staða barna er slík að þau geta ekki útskýrt sifjaspellin fyrir sjálfum sér á neinn hátt.
Þrátt fyrir einstaklingsmismun er það áberandi hversu lík upplifun kvenna og viðbrögð við sifjaspellum eru, bæði á meðan á þeim stendur og eftir að þeim lýkur. Form þeirra, hve lengi þau standa og tengsl stúlkna við ofbeldismenn breyta þar engu um. Afleiðingar sifjaspella eru alltaf alvarlegar og það er huglæg upplifun barna og kvenna af þeim sem ákvarðar skaðsemina, ekki form þeirra eða aðrir ytri þættir.


Úrdáttur úr bæklingi Stígamóta; Sifjaspell. Dr. Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi tók saman í samvinnu við konur á Stígamótum. Hægt er að nálgast bæklinginn hjá Stígamótum.

Eldri fréttir
Į döfinni Tenglar
Vefumsjón