A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Um Sólstafi

Forsaga þessara samtaka hér á Vestfjörðum er sú að Sunneva Sigurðardóttir, forsprakki hópsins, ákvað að koma á fót starfsemi á Ísafirði í anda Stígamóta. Leitaði hún til Bryndísar Friðgeirsdóttur svæðisfulltrúa Vestfjarða  hjá Rauða krossinum sem hafði farið ásamt nokkrum konum á leiðbeinandanámskeið hjá Stígamótum. Fór hún þá einnig á námskeið og stofnaði í kjölfar þess fyrsta sjálfshjálparhópinn hér snemma á árinu 2006 ásamt Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur. Auk þeirra voru fjórar konur í þessum fyrsta hóp.

Þessar vösku valkyrjur smituðust allar af eldmóði og baráttuvilja Sunnevu og ákveðið var að stofna hér systursamtök Stígamóta, Sólstafi Vestfjarða. Viðbrögð samfélagsins voru mikil og tugir einstaklinga, karlar og konur, leituðu eftir aðstoð. Ljóst var að gríðarleg þörf var á því að bæta aðgengi þolenda kynferðisabrota að hjálp í sínu byggðarlagi. Fyrsta verkefni samtakanna er því að koma á ráðgjafar- og upplýsingamiðstöð fyrir konur, karla og börn sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi.
Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón